,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA fjallaði um þróun APRS ferilvöktunar hér á landi og aukna möguleika.

APRS mál voru efst á baugi á vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi fimmtudaginn 29. mars. Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, fluttu vel heppnuð erindi. Þau skiptust eftirfarandi:

TF3JA: Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum í neyðarfjarskiptum. N1ZRN/TF: “APRS Tracker and Telemetry” (APRS ferilvöktun og hæfni til fjarmælinga). TF2SUT: APRS og árangursrík not þess við sendingar frá TF3CCP úr loftbelg HR nýlega.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jóni Þóroddi, Joseph og Samúel Þór fyrir vel heppnuð og áhugaverð erindi og Gísla G. Ófeigssyni, TF3G, fyrir myndatökuna. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindin.

Joseph Timothy Foley N1ZRN/TF fjallaði um hæfni APRS ferilvöktunar til fjarmælinga.

Samúel Þór Guðjónsson TF2SUT fjallaði um APRS sendingarnar frá TF3CCP úr loftbelg þann 17. mars s.l.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × one =