Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CY
Benedikt Sveinsson, TF3CY, flutti fimmtudagserindið þann 26. apríl og fjallaði um RF magnara radíóamatöra. Erindið var fræðandi og skemmtilega flutt. Hann fjallaði m.a. um helsta mun á lampa og transistormögnurum og skýrði frá eigin reynslu í magnarasmíðum og benti mönnum á nytsamar vefslóðir í þeim efnum. Erindi Benedikts var það síðasta í röð erinda á vetrardagskrá félagsins og það
16. á starfsárinu.
Stjórn Í.R.A. þakkar Benedikt Sveinssyni, TF3CY, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarsyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!