,

Skipt um tónlæsingu á TF8RPH

Loftnet TF8RPH. Myndin var tekin var í hvassviðrinu 13. maí og sýnir að netið svignar vel. Ljósm.: TF8SM.

Á stjórnarfundi í félaginu þann 30. maí s.l. var samþykkt að fara þess á leit við þá TF3ARI og TF8SM, umsjónarmenn endurvarpans TF8RPH, að breyta tónlæsingu stöðvarinnar á ný yfir í stafræna kóðun, DCS-023. Samkvæmt samtali við TF3ARI í síma í dag, verður breytingin gerð í kvöld, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 20:00.

TF8RPH varð QRV þann 21. apríl s.l. og var frá byrjun notuð DCS-023 tónlæsing í tilraunaskyni. Vegna samanburðarprófana var skipt yfir í CTCSS tónlæsingu, þann 1. maí s.l. og sem nú hefur verið notuð til reynslu í rúman mánuð. Það er samdóma álit manna, að stafræna læsingin taki þeirri hefðbundnu fram og er markmiðið að nota hana áfram, nema sérstakir annmarkar komi í ljós.

Á næstu dögum verður auðkenni endurvarpans á morsi stytt og bætt inn stöfunum “de” fyrir framan kallmerkið TF8RPH. Ástæða þessa er, að stundum virðist sem endurvarpinn “klippi” stafinn “T” framan af kallmerkinu. Í annan stað, er hugmyndin að stytta “skottið” í sendingu stöðvarinnar úr 1 sek. í 0,5 sek.
Stutta tónmerkið sem sett var inn í lok sendingar endurvarpans verður notað fram, en það er mikilvægt þegar stafræn tónlæsing er notuð, til að sá sem hlustar átti sig á hvenær sending endar.

Endurvarpinn tekur á móti á tíðninni 145.125 MHz og sendir út á tíðninni 145.725 MHz. Líkt og áður hefur komið fram, er hægt að hlusta á sendingar frá TF8RPH í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Þess má geta að lokum, að heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til áframhaldandi notkunar endurvarpa á þessum stað á þessari tíðni var fengin þann 31. maí s.l., en til þess tíma hafði stöðin verið rekin á sérstakri bráðabirgðaheimild frá stofnuninni.

Þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Sigurði Smára Hreinssyni, TF8SM, eru færar þakkir fyrir að hafa veg og vanda af áframhaldandi vinnu við endurvapann. Það sama á við um aðra félagsmenn sem komið hafa að verkefninu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × four =