Ný heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun
Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 6. júní 2012 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er, frá og með deginum í dag, veitt heimild til að nota PSK-31 tegund útgeislunar (6OH0J2B) á 60 metrum. Heimildir fyrir öðrum mótunaraðferðum í tíðnisviðinu eru áfram óbreyttar, þ.e. J3E (USB) og A1A (CW) miðað við 3 kHz hámarksbandbreidd. Heimild PFS er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni þann 22. mars s.l.
Þess skal getið, að þeir leyfishafar sem sótt hafa um og fengið sérstaka heimild stofnunarinnar til nota á 60 metrum fyrir ofangreinda dagsetningu þurfa ekki að sækja sérstaklega um heimild til að nota PSK-31.
Stjórn Í.R.A. fagnar framkominni heimild stofnunarinnar.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!