,

Breytingar á endurvarpanum TF1RPB

Loftnetið við TF1RPB er á staurnum til hægri. Ljósmynd: TF3WS.

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll þann 12. júlí og gerði tvennskonar breytingar á TF1RPB. Annars vegar var útsendingartakmörkun fjarlægð (e. time-out) ásamt því að svokallað “skott” í sendingu “Páls” var stytt niður í lágmark. Að sögn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, kemur endurvarpinn vel út eftir þessa breytingu.

TF1RPH varð QRV á ný fyrir mánuði síðan eða þann 14. júní. Frá þeim tíma hafa menn náð að opna hann mjög víða, m.a. inni á hálendinu. Vinnutíðnir TF1RPB eru 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WO, fyrir veitta aðstoð við TF1RPB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 1 =