,

TF3IRA að fullu QRV á ný á 14-52 MHz

Sumarmynd af SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA þann 1. ágúst 2012.

Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21,  24, 28 og 50 MHz.

Líkt og fram kom í frásögn af lokaviðgerð rótorsins sem TF3CY annaðist og lauk s.l. fimmtudag, þá þarf að fella turninn á næstunni til að vatnsverja rótorhúsið, enda Atlandshafið aðeins örfáa metra frá loftnetsturninum. Í vettvangsskoðun í dag kom ennfremur í ljós, að hluti bómunnar, þ.e. frá “drifna” stakinu að “reflectornum” virðist vera snúin. Þetta má sjá glögglega á meðfylgjandi ljósmynd af loftnetinu (sjá stakið sem er fjærst).

Í gær barst síðan staðfesting frá SteppIR, vegna pöntunar á sérstökum “High-wind” festingum fyrir loftnetið, sem samþykkt var að kaupa á stjórnarfundi í félaginu s.l. fimmtudag. Að sögn Erlings Guðnasonar, TF3EE, sem annaðist pöntunina, er þess að vænta að festingarnar berist til landsins innan mánaðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Yngva Harðarsyni, TF3Y og Erling Guðnasyni, TF3EE, fyrir þeirra ágætu aðkomu að þessu verkefni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =