,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um fjaraðgang

Nýr starfshópur. Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y formaður starfshópsins, Jónas Bjarnason TF3JB (gestur á fundinum) og Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX. Ljósmynd: Sölvi Tryggvason.

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um stefnumótun félagsins hvað varðar fjaraðgang, að teknu tilliti til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er til mótunar um þessar mundir, var haldinn í Reykjavík þann 16. október s.l.

Fundinn sátu: Yngvi Harðarson, TF3Y, formaður starfshópsins (kjörinn til embættis á fundinum); Kristján Benediktsson, TF3KB og Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður Í.R.A. sat einnig fundinn og kom m.a. fram í inngangsræðu hans, að vegna eðlis verkefnisins, er starfshópnum ekki settar sérstakar tímaskorður í vinnu sinni, en jákvætt er að hópurinn annist kynningu á umfjöllunarefni sínu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í maí 2013. Formaður gat þess að lokum, að stjórn félagsins vænti mikils af störfum hópsins og óskaði hann viðstöddum góðs gengis í vinnu sinni.

Nánar er vísað í umfjöllun í 4. tbl. CQ TF 2012, sem væntanlegt er fyrir lok mánaðarins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 7 =