Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi
Flóamarkaður Í.R.A. fór fram sunnudaginn 21. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Metaðsókn var, en alls komu 46 félagar og gestir á staðinn. Húsið var opið frá hádegi til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. Kenwood TS-140S HF stöð ásamt PS-430 aflgjafa, Yaesu FT-847 HF stöð ásamt FT-20 loftnetsaðlögunarrás, Yaesu FT-900 HF stöð, Yaesu FT-107M HF stöð með FV-107 VFO, FP-107E sambyggðum aflgjafa/hátalara og FC-107 sambyggðri loftnetsaðlögunarrás/loftnetaskipti, nokkrar Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FRG-7000viðtæki, Alinco DM-330MVT 30A aflgjafi, mikið magn af eldri VHF og UHF stöðvum, smíðaefni, íhlutir, kassar til smíða, mælitæki og margs konar aukahlutir (m.a. frá MFJ og Yaesu), auk loftneta fyrir HF VHF og UHF böndin frá Diamond, M2, Cushcraft og WiMO. Þá var ágætt framboð af tölvum, lyklaborðum og LCD tölvuskjám. Hápunktur dagsins var uppboð á dýrari hlutum og búnaði sem haldið var stundvíslega kl. 14 og annaðist Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, það af einskærri snilld. Alls voru 15 “númer” á uppboðinu og sala með ágætum. Óhætt er að fullyrða að þeir sem gerðu viðskipti á flóamarkaðnum hafi undantekningarlaust gert góð kaup. Hér á eftir fylgja nokkrar ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!