,

CQ WW SSB keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide SSB keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide fer fram á öllum böndum, þ.e. 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Í keppninni eru skilaboðin: RS + CQ svæði (e. zone), t.d. 59-40.

Þátttaka var mjög góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 11 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 3. sæti yfir heiminn; bronsverðlaunin. Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á tali og eru þátttakendur tugir þúsunda um allan heim. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í keppninni.

Sjá keppnisreglur hér: http://www.cqww.com/rules.htm

Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =