,

TF3JB og TF8GX verða með fimmtudagserindið

Jónas Bjarnason, TF2JB

Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næsti viðburður á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 1. nóvember n.k. Þá mæta þeir Jónas Bjarnason, TF3JB og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, í Skeljanes með erindi um helstu viðurkenningarskjöl sem í boði eru fyrir radíóamatöra.

Viðurkenningaskjöl radíóamatöra (stundum nefnd “diplómur”) eru margar og margvíslegar. Talið
er að í boði í heiminum í dag séu allt að 10 þúsund slíkar. Forsendur þeirra allra eru, að radíóamatör þarf að hafa haft gilt samband við annan leyfishafa á einhverju af amatörböndunum (sem oftast þarf að vera staðfest). Þeir TF3JB og TF8GX eru trúnaðarmenn, hér á landi, fyrir þá aðila sem gefa út vinsælustu og mest eftirsóttu viðurkenningarskjölin, þ.e. Jónas fyrir CQ tímaritið og Guðlaugur Kristinn fyrir ARRL, landsfélag radíóamatöra í Bandaríkjunum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega, erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Kaffiveitingar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + seven =