Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun
Árlegur samráðsfundur fulltrúa Í.R.A. og Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í húsnæði stofnunarinnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík þann 31. október. Til umræðu var m.a. innleiðsla nýs amatörbands á 472-479 kHz (630 metrum), endurnýjum sérheimilda á 5260-5410 kHz (60 metrum), á 70,000-72,200 MHz og á 1850-1900 kHz (160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, en síðastnefndu þrjár heimildirnar renna út þann 31. desember 2012. Þá var rætt um frumvarp um nýtt amatörband á 5 MHz (60 metrum) á WRC ráðstefnunni 2015.
Það er mat stjórnar félagsins að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur. Fleiri atriði voru tekin til umfjöllunar og verður nánar gerð grein fyrir þeim og fundinum í heild í CQ TF. Fyrsti samráðsfundur aðila var haldinn þann 16. ágúst 2011.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!