Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun
Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 9. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd heimild til aðgangs að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra á árinu 2013 (sbr. meðfylgjandi töflu). Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur heimild til notkunar nokkurra tíðna á þessu tíðnisviði. G-leyfishöfum er heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi PFS er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.
Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafa skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is
Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum á ofangreindu tíðnisviði á árinu 2013.
Keppni |
Teg. útg. |
Hefst |
Lýkur |
Tímalengd |
---|---|---|---|---|
CQ World-wide 160 metra keppnin |
CW |
25. janúar kl. 22:00 | 27. janúar kl. 22:00 |
48 klst. |
ARRL DX keppnin |
CW |
16. febrúar kl. 00:00 | 17. febrúar kl. 23:59 |
48 klst. |
CQ World-wide 160 metra keppnin |
SSB |
22. febrúar kl. 22:00 | 24. febrúar kl. 22:00 |
48 klst. |
ARRL DX keppnin |
SSB |
2. mars kl. 00:00 | 3. mars kl. 23:59 |
48 klst. |
CQ WPX keppnin |
SSB |
30. mars kl.00:00 | 31. mars kl. 23:59 |
48 klst. |
CQ WPX keppnin |
CW |
25. maí kl. 00:00 | 26. maí kl. 23:59 |
48 klst. |
IARU HF World Championship keppnin |
CW/SSB |
13. júlí kl. 12:00 | 14. júlí kl. 12:00 |
24 klst. |
CQ World-wide DX keppnin |
SSB |
26. október kl. 00:00 | 27. október kl. 23:59 |
48 klst. |
CQ World-wide DX keppnin |
CW |
23. nóvember kl. 00:00 | 24. nóvember kl. 23.59 |
48 klst. |
ARRL 160 metra keppnin |
CW |
6. desember kl. 22:00 | 8. desember kl. 16:00 |
40 klst. |
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!