Glæsilegur árangur TF3CW er á heimsmælikvarða
Alls tóku 7 íslenskar stöðvar þátt í SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, 2. sæti yfir heiminn (silfurverðlaunum) og 1. sæti (gullverðlaunum) yfir Evrópu. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli.
Hann hafði að þessu sinni alls 4.336 QSO m.v. 33 klst. viðveru samanborið við alls 3.871 QSO og 40 klst. viðveru í keppninni í fyrra (2011). Þetta er glæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem nær 10. sæti yfir heiminn og 10. sæti yfir Evrópu, en hann keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur, en þeir náðu 50. sæti yfir heiminn og 24. sæti yfir Evrópu í sínum keppnisflokki á öllum böndum. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöðu.
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Yfir heiminn |
Yfir Evrópu |
Heildarstig |
---|---|---|---|---|
Einmenningsflokkur, 15 metrar, hámarksafl, aðstoð |
TF3AO |
66. sæti |
40. sæti |
50.400
|
Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl |
TF3CW |
2. sæti |
1. sæti |
1.488.780 |
Einmenningsflokkur, 80 metrar, hámarksafl |
TF3SG |
10. sæti |
10. sæti |
35.640 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl |
TF3AM |
435. sæti |
151. sæti |
183.312 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl |
TF3GX |
888. sæti |
314. sæti |
12.000 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl, aðstoð |
TF3IG |
783. sæti |
290. sæti |
41.360 |
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl |
TF3W* |
50. sæti |
24. sæti |
7.761.936 |
*TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.
Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=ph
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!