Fréttir úr Skeljanesi í nóvember
- Nýr tengiliður Í.R.A. gagnvart LoTW.
- Undirbúningur vetrardagskrár Í.R.A. janúar-apríl 2013.
- Tilflutningur í fundarsal í Skeljanesi.
- Merkingar í fjarskiptaherbegi.
Nýr tengiliður gagnvart LoTW.
Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir að verða leystur frá störfum. Verkefnið varðar eftirtalin kallmerki félagsins: TF3IRA, TF8IRA, TF3W og TF3HQ. Þess má geta að Mathías gegnir jafnframt embætti QSL stjóra félagsins fyrir útsend kort.
Undirbúningur vetrardagskrár 2013.
Fyrsti fundur til undirbúnings síðari hluta vetrardagskrár Í.R.A. var haldinn þann 21. nóvember s.l. Verkefnið er undir stjórn Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns Í.R.A., en Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, eru til aðstoðar (en sama fyrirkomulag var viðhaft vegna yfirstandandi vetrardagskrár). Á fundinum var ákveðið að mæla með því við stjórn félagsins, að síðari hluti vetrardagskrárinnar hefjist á sérstökum fimmtudagsfundi þann 24. janúar n.k., þar sem VHF málefni verði í brennipunkti.
Tilflutningar í Skeljanesi.
Þann 14. nóvember voru tímaritaskápar félagsins fluttir til í fundarsalnum á 1. hæð. Þeir eru nú staðsettir þar sem ljósritunarvél félagsins var staðsett áður, en hún hefur fengið nýjn stað í salnum inn af hurðinni út á pallinn. Í raun eru tímaritaskáparnir nú í fyrsta skipti vel aðgengilegir, samanborið við fyrri staðsetningu. Ástæða þessara breytingar er, að fyrirhugað er að aðilar sem við deilum fundarsalnum með, fái nokkurt magn bóka sem verða vistaðar í salnum. Á meðfylgjandi ljósmyndum (neðar á síðunni) má m.a. sjá þrjá nýja bókaskápa sem komið hefur verið fyrir í salnum.
Merkingar í fjarskiptaherbergi
Þann 5. nóvember s.l., var komið fyrir merkingum við APRS stafvarpann í fjarskiptaherbergi félagsins. Í raun hefur staðið til, að koma merkingu af þessu tagi fyrir allt frá því stafvarpinn var tengdur þann 2. apríl 2010 og enn frekar eftir að hann fékk sérstakt kallmerki, TF3RPG, þann 10. júní 2011. Á merkispjaldinu, fyrir neðan kallmerkið, TF3RPG, stendur: APRS stafvapi á 144.800 MHz. Sjá ljósmynd neðar á síðunni.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!