,

“1st Russian WW MultiMode Contest” um miðjan nóvember

1sta rússneska alheims fjölháttakeppnin, höfundur

ágætu radíóamatörar,

Russian Digital Radio Club býður radíóamatörum um allan heim til þáttöku í 1st Russian WW MultiMode Contest 2014. Markmiðið er að koma á sem flestum samböndum milli radíóamatöra um allan heim og radíóamatöra í Rússlandi.

Við bjóðum öllum áhugasömum radíóamatörum um stafræna hætti til keppni frá klukkan 12.00 UTC laugardaginn 15. nóvember til klukkan 11:59 UTC sunnudaginn 16. nóvember, 2014.

Mótunaraðferðir: BPSK63, CW, RTTY, SSB. QSO við sama amatör á öðru bandi eða öðrum mótunarhætti eru leyfð svo lengi sem amk 3 mínútur líða á milli QSOa. Mesta afl er 10 wött á 160 metrum og 100 wött á öðrum böndum. Keppandi má ekki skifta oftar en tíu sinnum um tiðniband á hverjum klukkutíma með núllið í talningu á 59. mínútu hvers klukkutíma. Aðeins einn sendir er leyfður í loftinu á hverju augnabliki frá hverju kallmerki.

Bönd: 160 m, 80 m, 40 m, 20 m, 15 m, 10 m.

Verðlaun og viðurkenningar í öllum flokkum:

  • SOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB
  • SOAB – BPSK63-CW-RTTY
  • SOAB – BPSK63-CW-SSB
  • SOAB – BPSK63-RTTY-SSB
  • SOAB – CW-RTTY-SSB
  • SOAB – BPSK63-CW
  • SOAB – BPSK63-RTTY
  • SOAB – BPSK63-SSB
  • SOAB – RTTY-SSB
  • SOAB – CW-RTTY
  • SOAB – CW-SSB
  • MOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB

Þáttökuviðurkenningarskjal verður sent öllum sem hafa amk 100 staðfest QSO í keppninni.

Sendið logginn á: Web interface ekki seinna en fjórtán dögum eftir keppnina, fyrir kl. 23:59 UTC þann 30. nóvember 2014.

73! de Russian Digital Radio Club

…þýtt og endursagt de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − 6 =