,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars

TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., flutti inngangserindi á framhaldsfundi um VHF/UHF mál 16. mars.

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l.

Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg, þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin að finna honum betri staðsetningu verði til skoðunar. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l.
eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB).

Ástæða þess að menn telja ekki lengur þörf fyrir endurvarpa á þessum tveimur stöðum, er fyrst og fremst vegna þess hve vel endurvarpinn í Bláfjöllum kemur út. Stjórn félagsins mun taka formlega ákvörðun um málið á á sjórnarfundi þann 26. mars n.k.

Fram kom á fundinum, að von sé á fjölgun endurvarpa í einkaeigu (en búnaður við TF3RPI er t.d. í eigu TF3ML, en er rekinn af TF3ARI). Í þessu sambandi höfðu menn nokkrar áhyggjur af tíðnimálum, taki endurvörpum að fjölga – miðað við 25 kHz tíðniniðurskiptan innan bandplansins. Hugmyndin er, að VHF stjóri geri uppkast að vinnureglum vegna endurvarpa. Að lokum var rætt um hinar ýmsu útfærslur sem koma til greina á VHF og UHF og ætlar VHF stjóri félagsins að forma þær hugmyndir og kynna síðar. Alls mættu tæpl. 30 félagsmenn í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.


Yfirlit yfir notkun tíðna fyrir VHF endurvarpa innan bandplans IARU Svæðis 1 m.v. 25 kHz tíðnininðurskiptingu þann 19. mars 2013. Ath. í töflunni er gengið út frá því að endurvarparnir TF3RPC og TF8RPH verði aflagðir.

Kallmerki

QRG, inn

QRG, út

Afl sendis

Nafn, QTH o.fl.

144.975 MHz 145.575 MHz
TF3RPA 145.000 MHz 145.600 MHz
Unknown macro: {center}18W

„Pétur” Skálafell (760 m. yfir sjávarmáli)
TF5RPD 145.025 MHz 145.625 MHz
Unknown macro: {center}25W

„Tóti” Vaðlaheiði (550 m. yfir sjávarmáli)
145.050 MHz 145.650 MHz
TF3RPI 145.075 MHz 145.675 MHz
Unknown macro: {center}25W

„Ari” Reykjavík (Ljósheimar)
TF1RPE 145.100 MHz 145.700 MHz
Unknown macro: {center}30W

„Búri” Búrfell (670 m. yfir sjávarmáli)
145.125 MHz 145.725 MHz
TF1RPB 145.150 MHz 145.750 MHz
Unknown macro: {center}25W

„Páll” Bláfjöll (690 m. yfir sjávarmáli)
145.175 MHz 145.775 MHz

Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − one =