Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel
Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel og var mikill hugur í þátttakendum þegar tíðindamaður leit við í kennslustofu V108 í Háskólanum í Reykjavík í gær, föstudaginn 6. apríl. Þá urðu kennaraskipti þegar Andrés Þórarinsson, TF3AM við við kennslu af Hauki Konráðssyni, TF3HK. Þetta var 15. kennslukvöldið (af 22), en námskeiðinu lýkur með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar laugardaginn 4. maí n.k.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Andrés Þórarinsson TF3AM; Ágúst Sigurðsson TF3AU; Haukur Konráðsson TF3HK; Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY; Hörður Mar Tómasson TF3HM, Kristinn Andersen TF3KX; Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX; og Þór Þórisson TF3GW.
Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A. er Jónas Bjarnason TF3JB. Námskeiðið er haldið í Háskólanum í Reykjavík og er fjöldi þátttakenda átján.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!