Tvær vikur í próf til amatörleyfis þann 4. maí
Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel. Aðeins eru eftir 4 kennsludagar, auk upprifjunardags., en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 4. maí kl. 10:00 árdegis. Prófstaður: Kennslustofa Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, V108.
Vakin er athygli á að próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis er opinbert próf og öllum opið. Þátttaka í námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er þar af leiðandi ekki nauðsynlegur undanfari þess að sitja prófið. Ástæða er þó til að hvetja áhugasama til að skrá sig sem fyrst, hyggi þeir á þátttöku í prófinu.
Senda má tölvupóst til Póst- og fjarskiptastofnunar: hrh(hjá)pfs.is eða til umsjónarmanns Í.R.A. með námskeiði félagsins: ira(hjá)ira.is Ath. að þátttakendur í yfirstandandi námskeiði Í.R.A. til amatörprófs þurfa ekki að skrá sig sérstaklega.
Fyrir hönd stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, formaður.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!