,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Starfshópur Í.R.A. um fjaraðgang í Skeljanesi 18. apríl. Frá vinstri: Yngvi Harðarson TF3Y formaður, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmynd: TF3SB.

Þann 18/9 2012 skipaði stjórn Í.R.A. starfshóp til að gera tillögur um stefnumótun félagsins hvað varðar fjaraðgang að teknu tilliti til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er til mótunar um þessar mundir. Starfshópurinn kynnti fyrsta hluta skýrslu sinnar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 18. apríl. Fyrsti hluti varðar afstöðu hópsins til fjaraðgangs íslenskra leyfishafa.

Ágætar umræður urðu eftir kynningu þessa 1. áfanga skýrslunnar og sátu nefndarmenn fyrir svörum hvað vaðar einstök efnisatriði. Skýrslan er til almennrar kynningar á póstlista félagsins.

Stjórn Í.R.A. þakkar starfshópnum fyrir vandaða vinnu og góða kynningu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen + fifteen =