TF útileikarnir 2024 hefjast á hádegi laugardaginn 3. ágúst og lýkur á hádegi á sunnudaginn 5. ágúst.

Leikarnir 2023 voru aðrir leikarnir eftir að tímabil keppninnar var stytt úr þremur í tvo sólarhringa, þannig að hægt var að hafa sambönd frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. Á móti var afnumið hámark á fjölda sambanda á sama bandi milli sömu stöðva. Þetta nýja fyrirkomulag hefur líkað vel og er ljóst að það hefur þegar unnið sér sess.

Alls var skilað inn dagbókum fyrir 15 stöðvar, með 804 færslum um sambönd. Samanlagður stigafjöldi var 7938. Þetta er mesta virkni sem hefur verið í leikunum undanfarin 7 ár, síðan núverandi fyrirkomulag á dagbókum og stigagjöf var tekið upp sumarið 2017.

Fjarskiptastofa heimilar þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi á meðan leikarnir standa yfir, þannig að ekki þarf sérstaklega að sækja um aukið afl.

Einar Kjartansson, TF3EK er umsjónarmaður TF útileikana.

TF-Útileikar dags. 30. júlí 2024.

  1. Almennt
    TF-Útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi.
    Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum innanlands.
    Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
  2. Bönd
    Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri HF tíðnum teljast eins og sambönd á
    40 m. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klukkustundir séu liðnar frá fyrra
    sambandi. Hafa má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, en mælt er með þessum tímum:
  • Laugardagur: 12-14 og 20:30-22
  • Sunnudagur: 9-11 og 17:30-19
  • Mánudagur: 10-12
    Nota má allar tíðnir og mótanir sem samræmast ákvæðum reglugerðar um afl og bandvídd og bandplan IARU.
    Þessar tíðnir eru gjarnan notaðar á SSB:
  • 1845 kHz lsb
  • 3633 kHz lsb, 3640 til vara
  • 5363 kHz usb
  • 7120 kHz lsb
    Af tillitssemi við amatöra sem ekki taka þátt í útileikum er ekki mælt með því að nota 3637 kHz. Fjarskiptastofa
    hefur heimilað þátttakendum að senda allt að 100 W á 60 metra bandi í leikunum 2024.
  1. Upplýsingar
    Samband felst í því að skiptast á 6 stafa Maidenhead locator, grid sub square (GSS) og númeri sambands (QSO).
  2. Stig
    Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 6 stafa Maidenhead
    Locator (GSS), t.d. HP94bc. Fyrir sambönd innan sama reits fást 100 stig, fyrir sambönd milli reita bætist við stig
    fyrir hvern kílómeter milli miðju reitanna.
    Einn margfaldari, sem fer eftir 4 stafa Maidenhead Locator, grid square (GS) , sem sent er frá, er notaður til að
    reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist
    einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.
  3. Loggar
    Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, GSS sent, QSO móttekið og GSS móttekið.
    Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar. Einnig má senda
    logga á stafrænu formi með tölvupósti til ira@ira.is. Ef loggar sem sendir eru með tölvupósti innihalda fleiri en 5
    QSO þura þeir að vera á ADIF sniði og innihalda þessi svið: station_callsign, call, qso_date, time_on, freq, stx, srx,
    my_gridsquare og gridsquare. Frestur til að skila loggum rennur út 7 sólarhringum eftir að leikum lýkur.
    Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

h