CQ WW DX CW eftir 4 vikur
TF3W félagsstöð ÍRA hafði rúm ellefu hundruð sambönd í SSB hluta CQ WW DX keppninnar um síðustu helgi, þeir sem unnu á stöðinni voru TF3HP og TF3SG. Fleiri íslenskar stöðvar voru í keppninni en fréttir af því hvernig þeim gekk hafa ekki borist og eru þeir sem tóku þátt hvattir til að senda á ÍRA stutta eða langa frásögn af sinni þáttöku ásamt myndum til dæmis af því loftneti og tækjabúnaði sem notaður var í keppninni.
En nú er komið að því að undirbúa þáttökuna í Morse hluta keppninnar og tilvalið að nota tímann fram að keppni til að efla Morse kunnáttuna og jafnvel nægur tími fyrir þá sem ekki hafa náð sér vel á strik eða hafa aldrei prófað Morse-samskipti að skella sér í það, fjórar vikur eru nægur tími ef vel er á spilunum haldið.
ÍRA stöðin verður virkjuð aftur og eru þeir sem áhuga hafa á að taka í lykilinn um helgina 23-24 nóvember hvattir til að hafa samband við ÍRA.
Muniði líka að yfirbragð félagsins og okkar íslenskra radíóamatöra er samansafn af framkomu og hegun okkar allra bæði í rituðu og sögðu máli og annarri framkomu yfirleitt.
Eflum og stækkum íslenska radíóamatöra.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!