,

Stór sólblettur birtist 1. janúar

Stór sólblettur AR1944, kom í ljós á austurbrún sólar 1. janúar. Sólbletturinn er sagður stór og hættulegur. Á blettasvæðinu eru fleiri en tugur dökkrara bletta og aðalbletturinn er nógu stór til að gleypa tvær plánetur á stærð við jörðina. AR1944 er svo stór, að áhorfandi á jörðinni sér svæðið við sólsetur sem galla á heiðgulum fleti sólarinnar:

Raymund Sarmiento á Filipseyjum tók þessa mynd af sólinni með loftnet í forgrunni

Sólin 3. janúar 2014

Búast má við töluverðum áhrifum jafnvel radíóþöggun, black out, á jörðinni frá segulstormum í dag þó svo að blettasvæðið beini ekki geisluninni beint að jörðinni.

Svo má ekki gleyma að Norðurljósadýrðina undanfarna tvo daga má þakka þessum sólbletti.

heimild: http://www.spaceweather.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + twelve =