,

Fjölmenni í ÍRA í gær

Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir við ÍRA-félaga sem mættu í Skeljanesið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til og dagurinn varð mjög skemmtilegur. Veðrið lék við okkur og fóru sumir í stutta göngutúra út frá Skeljanesinu meðan þeir biðu eftir að komast í stöðina.

Til að auka enn á ánæguna í gær í góða veðrinu tókst einum erlenda amatörnum að snúa SteppIR loftnetinu meira en heilan hring og við það slitnuðu bæði kóaxinn og stýrikaballinn. En þessi uppákoma varð til þess að gera daginn að alvöru amatörsamveru og eins og hendi væri veifað kom TF3CY, kleif mastrið og gerði við. Líkleg skýring á þessu sem ekki á að geta komið fyrir því  eins og með RR á Alfa mótorstýringin ekki að geta bilað og hugbúnaðurinn að koma í veg fyrir heilan snúning sem ekki virkaði í gær.

Seinni partinn settust flestir úr hópnum niður í setustofunni og svöruðu tveimur spurningum hver á eftir öðrum, hvers vegna varð ég radíóamatör og hvernig er hægt að fjölga virkum radíóamatörum. Ýmis sjónarmið komu fram og verulega áhugavert var að heyra hve sögurnar af upphafinu voru mismunandi og kannski verður sagt nánar frá því hér á síðunni eftir komandi aðalfund um næstu helgi.

Berlega kom í ljós að aðalsmerki radíóamatöra er hversu fjölbreytt áhugamálið er. Sumir eru CW-menn aðrir SSB og þriðji hópurin fæst við APRS, EME, WSPR og þannig mætti lengi telja.

Ánægulegt var að þó nokkrir íslenskir radíóamatörar, TF3DX, TF3SA, TF3GD, TF3HP, TF3MHN, TF3SG, TF3CY, TF3GL og TF3JA lögðu leið sína í Skeljanesið til að hitta erlendu karlamatörana eiga með þeim skemmtilega stund og njóta veitinganna, kex, kaffi, gos, ítalskar púlsur og brauð með ýmsu áleggi sem boðið var uppá. Þeir sem ekki komu misstu af miklu því þessir kallar höfu margar reynslusögur að segja okkur.

TF3VS og TF3GW voru í sérstökum verkefnum tengdum vinnustofu kvenamatöranna.

neðsta myndin var tekin á föstudeginum þar sem harðar CW konur ætluðu ekki að sleppa lyklinum

http://www.wirelesscommunication.nl/reference/chaptr03/diffrac.htm

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =