, ,

CQ World-Wide WPX CW

Um helgina er CQ World-Wide WPX CW keppnin. Keppnin byrjar klukkan 00:00 á laugardegi og endar klukkan 24:00 á sunnudegi. Einyrkjar mega mest vera 36 klukkutíma í loftinu og verða að taka hlé sem hvert um sig er að lágmarki ein klukkustund. Fjölmönnuð stöð má vera samfleytt alla 48 klukkkutímana í loftinu. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og eins mögum löndum og unnt er. Keppendur er áminntir um að virða án undantekninga tíðninotkunarreglur IARU og ekki síst halda sig frá neyðarfjarskiptatíðnunum.

Hver keppandi og hvert keppnislið verða að vera við stöðina eða á einum stað ef stöðin er fjarstýrð. Fjarstýrð stöð verður að vera öll, viðtæki, sendir og loftnet, á einum stað. Keppnisþátttaka um fjarstýrða stöð verður að hlíta öllum stöðvarleyfum, keppendaleyfum og öðrum takmörkunum sem settar hafa verið í leyfisbréfi keppanda og stöðvarleyfi. Fjarstýrð viðtæki utan stöðvar eru ekki leyfð.

Nánari reglur eru á: http://www.cqwpx.com/rules.htm og keppnin er á fésbók: http://www.facebook.com/cqwpx

Félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni á stöð ÍRA í Skeljanesi hafi samband við formann ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 8 =