,

10. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.12.09 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP

1. Póstlistar félagsins

Rætt var um hvort bæri að flytja ÍRA-spjallið að meira leyti inn á nýju spjallþráðavélina. Hún þykir að flestu leyti henta betur en Yahoo-póstlistinn, sem er barn síns tíma. Að sinni verður ekki aðhafst annað en að reyna að beina því til félagsmanna að nota nýja spjallborðið meira, þannig að það komist á krítískur massi.

2. Sjakkurinn

Þarf að fastsetja rótorinn fyrir SteppIR-bímið, einnig setja loftnetsskipti milli þess og Hustlersins. Einnig á eftir að koma Navigator-stýriboxinu í samband og eitthvað fleira smálegt. TF3HR lagði til að stefnt skyldi að því að opna nýja sjakkinn formlega eftir áramót, t.d. í lok janúar. TF3SG setur þetta á vetrardagskrána.

3. Félagsgjöld

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út og hefur innheimta félagsgjalda gengið vel. Engir vextir verða reiknaðir og eindagi var settur 15. mars 2009.

4. Fánasjóður

TF3AO lagði til að keyptur yrði hátíðarfáni á gólffæti með merki félagsins. Kostnaður við þetta er um 120.000 krónur, en í fánasjóði eru nú um 40.000 krónur. Ákveðið var að félagið legði fánasjóði til það sem upp á vantar. TF3AO hefur forgöngu um að panta fánann.

5. Auknar tíðniheimildir

Rætt var um tíðnimál íslenskra radíóamatöra, en Íslendingar hafa nokkuð dregist afturúr sumum nágrannalandanna í heimildarmálum, t.d.:

  • 500 kHz-sviðið
  • 160 metrarnir, bilið milli 1850 og 1900 kHz og leyfilegt afl
  • 40 metrarnir, þegar amatörar verða primary notendur milli 7100 og 7200, spurning um hækkun afls í 1 kW
  • 70 MHz-sviðið, athuga hvaða heimildir eru í gangi í nágrannalöndunum

6. Námskeiðsmál

Rætt var um að halda radíóamatörnámskeið eftir áramót. Þegar hafa nokkrir lýst áhuga sínum á námskeiðinu. TF3HR mun hafa forgöngu um að setja námskeiðið á laggirnar, og m.a. hafa samband við TF3IK varðandi áhuga jeppamanna innan vébanda .

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + 11 =