6. Stjórnarfundur ÍRA 2009
Stjórnarfundur ÍRA
Haldinn 2009.07.07 kl 21.00 í Skeljanesi
Mættir voru: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3BJ og TF3GL höfðu boðað forföll. Gestur á fundinum var TF3VS vegna dagskrárliðar 6.4 og sat hann fundinn frá kl. 21:30 til kl. 21:45.
1. Fundarsetning
Formaður TF2JB setti fundinn kl. 21:08.
2. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð fundar nr. 1/2009 var lögð fram og samþykkt án athugasemda.
3. Erindi til afgreiðslu frá fyrra fundi/fundum
Eitt mál bíður afgreiðslu, þ.e. umsókn frá TF4M um úthlutun sérstaks klúbbstöðvarkallmerkis í Otradal. Vegna fjarveru ritara reyndist ekki unnt að ræða málið þar gögn málsins eru í hans vörslu. Málinu frestað. Fundarmenn voru sammála um að hraða ber afgreiðslu málsins.
4. Staða mála sem kynnt voru og/eða rædd á síðasta stjórnarfundi
- Nefnd um endurúthlutun kallmerkja (JB)._ Jónas skýrði frá því að nefndin hafi tekið til starfa með því að skiptast á upplýsingum um netið. Fyrsti formlegur fundur er fyrirhugaður 23. þ.m.
- Vetrardagskrá (SG). Guðmundur mun hraða sem kostur er að leggja fram drög að dagskrá.
- Eignalisti (SNN og JI). Málið er til skoðunar.
- Sýning radíótækja (JI). Málið er til skoðunar.
- Smíðaaðstaða (SNN og JB). Sveinn Bragi og Jónas hafa skoðað hvernig koma má upp aðstöðu í QSL-herberginu.
- Námskeiðsmál/nýliðun (JB). Efnt verður til fundar með prófnefnd og stjórn 18. ágúst næstkomandi.
- Verkfæri (SNN). Sveinn Bragi hefur fest kaup á nauðsynlegustu verkfærum.
- Vitahelgin „International Lighthouse Weekend” (SNN).Sveinn Bragi hefur verið í sambandi við lykilmenn og vinnur að undirbúningi.
- Neyðarfjarskipti (JB). Jónas hefur verið í sambandi við TF3JA og mun Jón gera uppkast að erindisbréfi embættis neyðarfjarskiptastjóra ÍRA.
- Friedrichshafen 2009 (SG). Guðmundur skýrði frá óformlegum fundi í IARU Region 1 sem fram fór í Friedrichshafen 26. júní s.l. Hann mun setja sig í samband við TF3KB vegna þeirra mála.
5. Erindi radíóskáta.
Samþykkt að heimila radíóskátum afnot af húsnæði og fjarskiptabúnaði Í.R.A. helgina 17. og 18. október n.k. vegna „Jamboree on the air 2009″.
6. Eftirfarandi erindi lögð fram til til umfjöllunar og samþykktar
- Heimild til framleiðslu á 200 bílrúðumerkjum með félagsmerki ÍRA. Samþykkt að leita samninga við Vörumerkingu ehf. sem átti lægst tilboð. Gangi það tilboð eftir var samþykkt að hvert merki verði selt á 200 krónur en þrjú merki saman á 500 krónur.
- Heimild til kaupa á aflgjafa fyrir TF3RPA. Tilboð: 20.111 krónur m/vsk. Samþykkt að kaupa PS 1330 aflgjafa frá HQ Power hjá fyrirtækinu Íhlutir ehf.
- Heimild til kaupa á aflgjafa fyrir TF3IRA. Samþykkt skv. sömu forsendum og í lið b.
- Heimild til útgáfu á þýðingu TF3VS á bók ON4UN og ON4WW, _Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra. Tilboð reyndist hagkvæmast hjá Prentsmiðjunni Odda hf., 236.550 krónur m/vsk. miðað við stafræna prentun í lit í 200 eintökum og frágang (þ.e. forsíðu í 140 gr. pappír og límingu á kjöl). Bókin er alls 72 bls. að stærð og er framleiðslukostnaður því 1183 krónur á hvert eintak. Vilhjálmur, TF3VS, var mættur á fundinn og tók þátt í umræðum. Fram kom m.a. að heppilegasta útgáfuformið væri í stærðinni A4 (en A5 er töluvert dýrara). Vilhjálmur hefur ennfremur gert tillögu að forsíðu bókarinnar sem sýnd var á fundinum. Með tilvísan til umræðna á aðalfundi 2009 og í ljósi þess að hér er um dýrmæt námsgögn að ræða gagnvart nýjum leyfishöfum var samþykkt að ganga að tilboði Odda. Samþykkt ennfremur að eintak bókarinnar verði til dreifingar til allra skuldlausra félagsmanna á árinu 2009 með tilvísan til umræðna á aðalfundinum í maí s.l. Vilhjálmur hvarf af fundi við svo búið.
7. Tillaga um innsetningu ljósmynda (þ.e. andlitsmynda) við nöfn í félagatali
Samþykkt að það skuli vera valkvætt fyrir félagsmenn og fara þess á leit við TF3KJ að taka verkefnið að sér.
8. Tillaga um að útbúið verði sérstakt umslag til afhendingar nýjum félagsmönnum
Tillagan rædd. Samþykkt að útbúin verði mappa með ljósrituðum gögnum um félagið sem verði til afhendingar til nýrra félagsmanna, sbr. upptalningu hér að neðan:
- Félagslög ÍRA
- Reglugerð um starfsemi radíóamatöra
- Fjarskiptalögin
- Nýjasta prentaða eintakið af CQ TF
- Bílrúðumerki með félagsmerki ÍRA (2 stk.)
- Annað sem hér kann að hafa gleymst að telja upp
9. Tillaga um að ÍRA beiti sér fyrir að gömul TF QSL kort verði skönnuð og birt á heimasíðu
Tillagan samþykkt samhljóða. TF2JB tekur að sér undirbúning.
10. Önnur mál
- Félagsmerki ÍRA; á ÍRA merkið eða er það í einkaeign?TF3SNN var málshefjandi. Hann bar upp spurningar sem tengjast merki félagsins. Samþykkt að koma á fundi með TF3KB og stjórninni m.a. til að fara yfir það mál. Kristján er höfundur merkisins.
- Verklags/vinnureglur fyrir embætti félagsins, t.d. prófnefnd/námskeiðahald; endurvarpa; IARU-tengil; neyðarfjarskiptastjóra, o.fl. Sveinn Bragi var málshefjandi. Fram kom m.a. í svari formanns, að hann fyrirhugar að kalla embættismenn félagsins á fund hjá stjórninni þar sem farið verði yfir þessi mál. Hann hefur þegar óskað eftir því við IARU-tengil félagsins, TF3KB, og neyðarfjarskiptastjóra félagsins, TF3JA, að þeir geri uppkast að embættisbréfum sínum.
- TF3RPA QRV á ný 7. júlí. Formaður skýrði frá því að TF3GW og TF3WS hafi fyrr um daginn komið endurvarpanum í gang á ný.
- Nýtt CQ TF, 3. tbl. 2009. Stjórnarmenn lýstu yfir ánægju með útkomu nýs tölublaðs af CQ TF og voru samþykktar sérstakar þakkir til nýs ritstjóra, TF3KX. Einnig voru samþykktar sérstakar þakkir til fráfarandi ritstjórna, TF3GL, sem hljóp í skarðið fyrir TF3JA án mikils fyrirvara í byrjun ársins.
8. Fundarslit.
Fundi slitið kl 23.20.
Fundargerð ritaði TF3SG
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!