1. Stjórnarfundur ÍRA 2014
Stjórnarfundur ÍRA, 22.05.2014. KL. 18.00.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir aðalfund.
Mættir voru TF3HP, formaður, TF3GB og TF3GW. Auk þess voru mættir TF3SB og TF3SG úr fyrri stjórn til að skila af sér gögnum og fara yfir stöðu mála.
Formaður lagði fram svohljóðandi dagskrártillögu um verkaskiptingu stjórnar:
TF3GW varaformaður
TF3DC gjaldkeri
TF3GB ritari
TF3KX meðstjórnandi
TF3TNT varamaður
TF3GW uppfærðist úr varamanni í stjórnarmann á atkvæðafjölda frá aðalfundi,
þar sem TF3SG snerist hugur í millitíðinni um að taka sæti í stjórn.
Prófnefnd er óbreytt frá fyrra ári.
Reglugerðarnefnd er óbreytt frá fyrra ári.
Annað sem rætt var, var að fyrrverandi formanni TF3JB væru enn að berast bréf
frá erlendum félögum og IARU. Ítreka þyrfti við þessa aðila að TF3JB væri ekki
lengur í stjórn félagsins.
Fyrri stjórnarmenn upplýstu að Borgin hyggðist veita 400.000,- kr. til viðhalds húseigna í Skeljanesi (tengiliður Jón Valgeir). Huga þyrfti að vinnuframlagi félagsinsí samráði við önnur félög og starfsemi sem fram færi í húsinu. Ákveðið var að TF3SG og TF3JA myndu vera í sambandi við Jón Valgeir, þar sem þeir voru kunnugir málinu. Þeir myndu halda stjórninni upplýstri í málinu.
Óskar TF3DC, þarf að tilkynna nýja stjórn til RSK og viðskiptabankans.
Til umræðu kom einnig þátttaka TF3KB á okkar vegum á ráðstefnunni í Varna í
Búlgaríu. Fyrir ráðstefnuna í Varna koma fulltrúar Norðurlandanna saman til að
stilla saman strengi. Í lok umræðunnar sammæltust menn um að félagið myndi
standa straum af kostnaðinum við þá ráðstefnu, sem norðurlandafélögin greiddu
ekki. Mjög mikilvægt væri að Norðurlöndin stilltu saman strengi og töluðu einni
röddu á fundinum í Varna.
Þá kom fram ósk frá TF3SG, varðandi styrk Borgarinnar til unglingastarfs á vegum ÍRA, um að hann og TF3HK fengju að halda því máli áfram. Leyfi til þess
var veitt með því skilyrði að stjórninni yrði haldið upplýstri í málinu.
Að lokum er fyrri stjórn þökkuð vel unnin störf.
Fundi slitið 19.30 .
Bjarni Sverrisson, TF3GB,
ritari ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!