,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur 2.

Fimmtudagur 05.06.2014. kl. 1800.

Mættir TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

 

Ræddar voru fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á félagsheimilinu/húsinu, en borist

hafði bréf frá Ómari Þórdórssyni hjá Borginni, þar sem beðið var um að færa loftnetaefni

við húsið, svo setja mætti upp stillansa. Aðgerðir hafa staðið frá hádegi og búist var við

hjálp til að færa stærstu stykkin eftir fundinn.

TF3CY samþykktur í félagið.

Vefmál. Heyrst hafa raddir um að skipta verði um vefhugbúnað. Eins væri hýsingin upp

á góðmennsku annara komin og höfðu menn áhyggjur af að hún væri ekki trygg. Ákveðið

var að tala við Benna, 3CY vegna þessa , en hann hefur séð um hýsinguna fram til þessa.

Benni átti leið framhjá fundarmönnum og var hann spurður að þessu beint. Hann taldi

hýsinguna trygga og taldi heldur ekki ráðlegt að skipta um hugbúnað. Það mætti bæta

útlit heimasíðunnar, en sú vinna tæki auðvitað tíma. Stjórnin taldi heimasíðuna í góðum

höndum Jóns Þórodds, 3JA.

Ritara var falið að tilkynna nýja stjórn til PoF og IARU.

X

Lærlingsmálið (TF3ARI). Á síðasta aðalfundi félagsins var máli þessu vísað frá, en einnig var tillaga

um að vísa málinu til stjórnar ÍRA. Þrátt fyrir frávísunina fannst stjórnarmönnum ekkert

banna að málið yrði rætt á vettvangi stjórnar. Fyrri stjórn hafði verið sökuð um að hafa haft

óeðlileg og neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins hjá PoF. Í ljós kom, er bréfaskriftir vegna

málsins, sem ritari síðustu stjórnar skilaði af sér, voru skoðaðar, að ekkert bendir til þess

að neitt hafi farið frá stjórn ÍRA til PoF, milli þess að téðir lærlingar voru tilkynntir til PoF og

að málið var afgreitt frá PoF. Þar að auki telur stjórn ÍRA sig ekki hafa lögsögu í málinu,

þrátt fyrir þá kurteisisvenjuvenju að PoF óski álits eða tilkynni ÍRA um ýmsar beiðnir eða

mál er varða radíóamatöra, er berast á þeirra borð. Samkvæmt því sem fyrir liggur, er það

ekki á færi stjórnarinnar að gera neitt í málinu.

Nýliðunarmál voru rædd vítt og breitt.

Styrkurinn frá Borginni var einnig ræddur. Auk þeirra 3HK og 3SG, sem nefndir voru á síðasta

stjórnarfundi sem leiðbeinendur, kom einnig upp 3VD.

Félagið úthlutar “kallmerkjum” til hlustara.

3TNT kvaðst hafa tekið saman lista yfir það sem betur mætti fara í félaginu. Hann ætlar að

senda öðrum stjórnarmönnum listann.

Beina því til 3JA að minna á VHF/UHF útileikana, HF útileikana og vitahelgina á vefnum.

Gjaldkeri heimilar 3CY og 3TNT að sjá um útvegun á nýju stýriboxi fyrir SteppIR.

 

Bjarni, TF3GB,

ritari.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + eight =