Vitahelgin í Garðskagavita 2010
Þátttaka í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) er orðin fastur liður á dagskrá Í.R.A. og er þetta 12. árið í röð sem farið er í vita. Skilyrði voru ekki með betra móti og voru höfð um 300 sambönd. Kallmerkið TF8IRA notað. Góð þáttaka var en hefðu mátt vera fleiri. Sett voru upp allskonar loftnet og starfræktar voru nokkrar stöðvar. Þeir sem starfræktu stöðvar voru: Smári, Stefán, Jón Gunnar, Guðmundur Ingi, Gulli/Erlingur og TF3GC nokkrar klukkustundir úr bíl.
Myndirnar tóku Sveinn TF3SNN, Jón Þ TF3JA og Stefán Arndal TF3SA