Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22
Opið verður að venju í Skeljanesi í kvöld frá klukkan átta til tíu eða lengur ef menn vilja. Ekkert ákveðið fundarefni er á dagskrá í kvöld en á fésbók hefur vaknað umræða um kallmerki og því ekki úr vegi að spjalla opið um kallmerkin í kvöld eða hvað annað sem áhugi er á að fjalla um.
Einar, TF3EK og Þór, TF3GW/TF1GW hafa fallist á að sitja fyrir svörum um kallmerki radíóamatöra í kvöld. Þeir opna umræðuna um klukkan 20:15 og nú hvetjum við alla sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri að mæta og taka þátt. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.
Við minnum á að hjá stjórnvöldum liggur til afgreiðslu tillaga okkar radíóamatöra um breytingu á reglugerð sem sem samþykkt var á síðasta aðalfundi sjá Aðalfundur 2017:
Tillögur um breytingar á 8. grein í
Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004
Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:
Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.
Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:
Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!