,

Mbl: Nokkurs konar forveri netspjallsins

Kvenradíóamatörar hittast á Íslandi

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar. Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu spenntir eftir. — Morgunblaðið/Þorkell

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar.
Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu
spenntir eftir. — Morgunblaðið/Þorkell

 

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík í vikunni. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík í vikunni. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Helstu áhersluatriði þingsins voru leiðir til fjölgunar kvenna meðal radíóáhugamanna, styrking samtakanna og stefnumótun, en þau voru stofnuð fyrir tveimur árum.

Samskipti um allan heim

Vala Dröfn Hauksdóttir er önnur tveggja virkra kvenamatöra á Íslandi og segir hún að þingið sé frábær kynning fyrir amatöra hérlendis. “Radíóamatörar taka próf og fá formleg leyfi frá póst- og fjarskiptastofnunum um allan heim, til að starfrækja talstöðvar. Þeir eru síðan í samskiptum við fólk úti um allan heim.” Vala segir að markmiðið með að hittast sé að þróa samtökin áfram og fá hugmyndir frá hinum konunum, enda séu svona samtök mjög virk í Þýskalandi, Japan og víðar. “Við erum að reyna að fá kvenlegt innsæi í þetta, við erum til dæmis svo fáar í þessu hérlendis.” Aðspurð af hverju svo sé, segist hún telja að konur álíti þetta vera bara fyrir karla, en það sé auðvitað ekki rétt.

Í dag er þetta fyrst og fremst áhugamál, en þó getur þessi tegund samskipta ennþá skipt sköpum, til dæmis á hamfarasvæðum. Vala segir að eftir flóðbylgjuna í Asíu annan í jólum hafi amatörar til dæmis bjargað öllum samskiptum. “Þeir gegna því ennþá glettilega miklu hlutverki í neyðaraðstoð.” Eins og sjá má á aldursskiptingu þátttakenda þingsins, stundar fjölbreyttur hópur þetta áhugamál. Vala segir að fólk geti verið með mjög mismunandi áhugasvið innan þess. Sumir hafi til dæmis gaman af því að búa til loftnet en hafi lítinn áhuga á að nota þau og aðrir vilji komast í samband við fólk sem lengst í burtu og noti þá til þess mors-tákn.

Oft er talað um spjall netverja sem nýmæli en í raun má segja að samskipti amatöranna séu forveri þess. Fólk fór að vera á spjallrásum fyrir áratugum síðan, en notaði þá talsvöðvarnar sínar. Vala segir að í dag séu tækin orðin mjög fullkomin og að nú noti amatörar tölvur og fleira í samskiptum sínum. Jafnvel sé hægt að senda myndir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − 3 =