Afhending verðlauna í Páskaleikum
Afhending verðlauna í Páskaleikunum 2018 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:30.
Alls tóku tæplega 30 leyfishafar og TF-hlustarar þátt í leikunum. Að sögn Hrafnkels, TF8KY, verður vefsíða leikanna opin til hádegis á fimmtudag (5. apríl) fyrir þá sem eiga eftir að setja inn sambönd eða leiðrétta upplýsingar.
Vandaðar kaffiveitingar verða í boði.
Verðlaun fyrir 1. og 2. sæti eru Alinco DJ-G7T 3-banda FM handstöð á 2M, 70CM og 23CM (efri mynd) og Yaesu FTM-3200DRE/E 65W bílstöð á 2M; á C4FM og FM (neðri mynd). Verðlaun í 3. og 4. sæti eru vegleg páskaegg.
Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, gefur verðlaunin.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!