GÓÐUR ÁRANGUR Í PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS
Próf til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, 26. maí. Alls þreyttu 9 prófið. Allir náðu fullnægjandi árangri, 2 til N-leyfis og 7 til G-leyfis.
Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðum og reglum um þráðlaus fjarskipti, sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnleg próf.
Fulltrúar prófnefndar ÍRA á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristinn Andersen, TF3KX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Þór Þórisson, TF3GW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúi stjórnar ÍRA á prófstað: Jónas Bjarnason, TF3JB.
Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu. Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!