“Fínn óformlegur laugardagur…”
Það var TF1A sem tók svona til orða þegar við yfirgáfum félagsaðstöðuna í Skeljanesi í gær, laugardag, rétt fyrir kl. 18. Alls höfðu 19 félagar mætt á staðinn þegar yfir lauk.
Eftirfarandi var komið í verk:
- Nýtt Diamond VHF/UHF loftnet félagsins var sett upp og staðfest (með mælingum) að RG-8/U fæðilínan var í lagi.
- TF3CE var með sýnikennslu í ásetningu N-tengja og kom vel útbúinn af sérverkfærum.
- Kenwood TS-2000 stöð félagsins var tengd og er nú notast við Heil grindarhljóðnema og fótrofa félagsins. Allt prófað á VHF við þá TF3VP og TF8V.
- Staðfest að Yaesu G-5400B, sambyggður rótor félagsins fyrir gervihnattaloftnetin (og MS) er í lagi. Loftnetin eru frá framleiðandanum M2; af 2MCP14 og 436CP30 gerðum. Eftir er að prófa VHF og UHF formagnarana frá SSB-Electronic.
- TF3DT kom með Wellbrook viðtökuloftnet fyrir 10 kHz-30 MHz sem er lúppuloftnet rúmlega 1 metri í þvermál (e. magnetic loop) og sýndi mönnum.
- Loks kom TF3GB með ýmsa hluti sem vinna á GHz bandinu og bauð viðstöddum að fá gefins og fengu þeir sem fyrstir voru og gekk allt út.
Bestu þakkir til Ara, TF1A og Jóns, TF3LM fyrir áhugaverðan laugardag í Skeljanesi.
73 de TF3JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!