,

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október 2018

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október með því að Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins bauð viðstadda velkomna. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna kynnti úrslit 2018 og Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins, afhenti viðurkenningar.

Niðurstöður fyrir þrjú efstu sætin:

1. Georg Magnússon, TF2LL, 728 heildarstig.
2. Einar Kjartansson, TF3EK, 320 heildarstig.
3. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 294 heildarstig.

Nánari umfjöllun verður í næsta blaði félagsins, CQ TF.

Þá heimsótti Elísabet Shishmolina, RA1AUW, okkur í Skeljanes á fimmtudagskvöldið. Hún er dóttir Mikhail, UA1AUW, sem hefur haft sambönd við mörg TF kallmerki, m.a. í keppnum. Þau feðgin eru búsett í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Beth var mjög hrifin af félagsaðstöðu ÍRA og áhugasöm um starfsemina. Hún bað fyrir góðar kveðjur til félagsmanna.

Loks kom Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, færandi hendi með tvo kassa af margskonar radíódóti frá Þór Þórssyni, TF1GW, sem viðstaddir máttu eiga. Vel gekk að koma þessum hlutum út.

Mæting: 25 félagar og 1 gestur.

Georg Magnússon TF2LL með verðlaunaskjöldinn fyrir 1. sætið í TF útileikunum 2018. Óskar Sverrisson TF3DC annaðist afhendingu hans og viðurkenningarskjals. Georg fékk jafnframt afhenda verðlaunaskildi fyrir 1. sætið í leikunum árin 2015 og 2017, sem ekki höfðu verið afhendir í tíð fyrri stjórnar.

Einar Kjartansson, TF3EK, varð í 2. sæti í TF útileikunum 2018. Óskar Sveirrisson TF3DC annaðist afhendingu viðurkenningarskjals. Á myndinni má einnig sjá þá TF3DT, TF2LL og TF1EIN.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, varð í 3. sæti í TF útileikunum 2018. Óskar Sverrrisson TF3DC annaðist afhendingu viðurkenningarskjals. Á myndinni má einnig sjá þá TF8TY, TF3VE, TF3DT, TF3WK og TF3EK.

 

Skeljanesi 11. október 2018. Frá vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Elísabet Shishmolina RA1AUW, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Þórður Adolfsson TF3DT. Ljósmyndir: TF3JB.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + eight =