Frábær ferðasaga á fimmtudegi
Anna Henriksdóttir, TF3VB, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. október og sagði ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur, TF3VD, með YL-leiðangri til eyjunnar Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst.
Þær stöllur voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu kallmerkið TM65YL (IOTA EU-064). Hópurinn hafði alls yfir 5000 QSO þrátt fyrir óhagstæð skilyrði á böndunum.
Anna sagði frá ferðinni í máli og myndum. Henni tókst afburða vel upp og fengu viðstaddir góða innsýn í heim kvenamatöra, franska menningu og amatör radíó í Frakklandi.
Var lengi klappað í lok erindisins eftir greið svör við spurningum félagsmanna. Vala Dröfn, TF3VD átti ekki heimagengt að þessu sinni. Mæting var góð og hvert sæti setið. Alls voru 29 félagar í húsi og 1 erlendur gestur þetta frábæra fimmtudagskvöld.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!