,

Formaður SRAL í heimsókn hjá ÍRA

Merja „Memma“ Koivaara, OH1EG, heimsótti ÍRA 20. október ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT. Memma er formaður Suomen Radioamatooriliitto, SRAL, systurfélags ÍRA í Finnlandi.

Þær mæðgur komu einmitt í Skeljanes síðdegis laugardaginn 20. október, þegar JOTA viðburðurinn stóð sem hæst og voru yfir sig hrifnar af því hve mikið var um að vera.

TF3JB og OH1EG áttu góðan fund, ræddu sameiginleg málefni og hagsmuni félaganna, m.a. WRC-19. Memma þakkaði móttökurnar og bað fyrir kveðjur til félagsmanna.

Skeljanesi 20. október. Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD og Merja “Memma” Koivaara, OH1EG, formaður SRAL. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − fourteen =