,

TF3UA VERÐUR Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, í Skeljanes með erindi um „Flutningslínur“.

Þess má geta að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets – yfirleitt í báðar áttir. Sæmundur mun einnig ræða skyld atriði er varða aðlögun sendis og loftnets, þ.á.m. standbylgjur.

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.
_

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA verður með erindi um flutningslínur 8. nóvember. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar hann flutti erindi um SDR tæknina í Skeljanesi. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =