,

CQ WW DX CW KEPPNIN ER UM HELGINA

CQ World Wide DX morskeppnin 2018 verður haldin 24.-25. nóvember. CQ WW er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur).

Þátttaka var ágæt frá okkur í fyrra (2017); þá sendu sjö TF kallmerki inn keppnisdagbækur: TF3CW, TF3DC, TF3GB, TF3JB, TF3SG, TF3VS og TF3W.

Á þessu ári eru 70 ár liðin frá fyrstu CQ WW DX keppninni árið 1948. Þá voru 3 íslenskir leyfishafar á meðal þátttakenda í morshlutanum, þeir Ásgeir Magnússon TF3AB, Einar Pálsson, TF3EA og Sigurður Finnbogason TF3SF.

Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm
Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − seven =