6 METRAR „Á STERUM“ – ÁRIÐ 2018 GERT UPP
Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 6. desember kl. 20:30. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML í Skeljanes með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“.
Sumarið 2018 var viðburðarríkt hjá Ólafi, en þá reisti hann m.a. stærsta 50 MHz loftnet sem sést hefur hér á landi – staðsett hjá færanlegu „fjarskiptavirki“ hans á Eyrarbakka. Hann setti upp 24 element á bandinu, þ.e. fjögur 6 elementa einbands Yagi loftnet, fest á öflugan heimasmíðaðan „H-ramma“ og fösuð saman.
Ávinningur var mikill, eða 24 dBi og hæð frá jörðu 20 metrar í miðju H-rammans. Þess má geta, að „loftnetavirkið“ var reist aðeins örfáa metra frá Atlantshafinu á Bakkanum. Ólafur kemur og segir okkur frá þessu spennandi ævintýri og mörgum fleirum.
Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!