,

TF3GS verður í Skeljanesi á fimmtudag

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. desember kl. 20:30. Þá mætir Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, í Skeljanes með erindi um APRS. APRS er skammstöfun fyrir „Automatic Packet Reporting System“ og hefur verið þýtt sem skilaboða- og ferilvöktunarkerfi.

Aðstaða fyrir sambyggða stafvarpa- og internetgátt fyrir APRS var fyrst útbúin í Skeljanesi 7. apríl 2011 með uppsetningu stafvarpans (e. digipeter) TF3RPG. Fyrsti stafavarpinn hafði verið settur upp í Reykjavík sumarið 2010 með kallmerkið TF3RPF. Vinnutíðni fyrir APRS er á 144.800 MHz.

Guðmundur mun útskýra APRS kerfið, núverandi stöðu þess og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu hér á landi.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

TF3RPG í Skeljanesi var uppfærður í mars 2013 og kallmerki m.a. breytt í TF3APG. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − fifteen =