Jólakaffi ÍRA 2018 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 20. desember og var það síðasta opnunarkvöld í Skeljanesi á þessu ári.
Í boði voru rjómatertur frá Reyni bakara, stundum kenndar við Hressingarskálann í Reykjavík (Hressó) og af dönskum uppruna. Síðan voru flatkökur frá Kökugerð HP á Selfossi með taðreyktu hangiáleggi frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri, brúnar og hvítar lagkökur og jóla hringkökur frá Brauðgerð Kr. Jónssonar í Hrísalundi á Akureyri. Loks voru jólapiparkökur frá Kexverksmiðjunni Frón í Reykjavík.
Kvöldið heppnaðist vel. Alls mættu 24 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta friðsæla fimmtudagskvöld í Reykjavík.
Jólakaffi ÍRA í Skeljanesi 20. desember. Jón G. Guðmundsson TF3LM velur veitingar.
Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.
Sigmundur Karlsson TF3VE, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Þórður Adolfsson TF3DT.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Jón Björnsson TF3PW.
Guttormur Guðmundsson VE8TF og Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Georg Kulp TF3GZ, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Guttormur Guðmundsson VE8TF (snýr baki í myndavél), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Björnsson TF3PW.
Jón Björnsson TF3PW, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Svavarsson TF3JON og Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Óskar Sverrisson TF3DC.
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar ICOM ID-31E handstöð Guðmundar TF3AK.
Ljósmyndir: TF3JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!