,

MÆLINGARLAUGARDAGUR Í SKELJANESI 2. FEBR.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A með mælitækin í Skeljanesi 5. janúar s.l. Frá Vinstri: Guðmundur G. 
Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur TF1A, Yngvi Harðarson TF3Y og Þórður Adolfsson TF3DT. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A kemur með mælitækin í Skeljanes laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 14:00.

Að þessu sinni verða gerðar mælingar á fjórum ICOM HF/50 MHz stöðvum, IC-7100, IC-7300, IC-7610 og IC-7851. Þess má geta að 7851 er flaggskipið frá Icom og aðeins er vitað um tvær ICOM IC-7851 stöðvar á landinu.

Í boði verður kaffi og gott meðlæti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × four =