Anan & Flex í Skeljanesi Laugardag 2. mars
Í beinu framhaldi af erindi um nýjar HF stöðvar á fimmtudagskvöld, koma þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS í Skeljanes á morgun, laugardaginn 2. mars með Anan 7000DLE frá Apache Labs og Flex 6400 frá FlexRadio.
Stöðvarnar verða til sýnis, skoðunar og prófunar fyrir félagsmenn frá kl. 14:00. Bæði gerviálag (e. dummy load) og nýja stóra 4 elementa Yagi loftnet TF3IRA verða til ráðstöfunar. Við verðum í salnum niðri til að hafa gott pláss.
Þetta eru stöðvar búnar nýjustu SDR tækni og er aðeins vitað um eitt eintak af hvorri á landinu, enn sem komið er.
Kaffiveitingar.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!