,

LEYFISHAFI Í 55 ÁR, ERINDI TF3OM ER 21. MARS

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 21. mars kl. 20:30. Þá mætir Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, í Skeljanes með erindið „Radíóamatör í meir en 50 ár, reynslusögur úr áhugamálinu frá barnsaldri…“.

Ágúst er handhafi leyfisbréfs nr. 45 og hefur verið radíóamatör í rúmlega hálfa öld. Hann hefur frá mörgu forvitnilegu að segja frá þessum ferli. Hann hefur m.a. gegnt trúnaðarstörfum fyrir ÍRA, tekið þátt í refaveiðum, verið ritstjóri CQ TF og skrifað í blaðið.

Hann var QRV frá Lundi í Svíþjóð á námsárunum (1969-1971) og svo aftur eftir að hann flutti heim. Þess má geta til fróðleiks, að Ágúst á tvo bræður sem einnig eru radíóamatörar, það eru þeir Kjartan (TF3BJ) og Þórarinn (TF3TZ) en allir þrír eru menntaðir rafmagnsverkfræðingar.

Eftir 55 ár í áhugamálinu er fjarskiptaherbergi hans í dag búið nýjustu tækni, s.s. SDR sendi-/viðtæki og tækni til fjarstýringar tækjum í sumarhúsi hans á Suðurlandi.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Fjarskiptaaðstaða TF3OM heima í Garðabæ. Hér má m.a. sjá stjórnborð Kenwood TS-480SAT stöðvarinnar sem fjarstýrir búnaði á HF böndunum í sumarhúsinu með RemoteRig yfir netið. Ágúst notar Icom IC-7300 stöðina með Icom AH-4 sjálfvirkri loftnetsaðlögunar-rás (fyrir 1.8-54 MHz) við langan vír. Takið eftir glæsilegum Iambic morspöllunum frá Pietro Begali og Kent handmorslyklinum.
TF3OM í loftinu á morsi heima á Hrefnugötu 2, ca. 1967. Sendirinn er heimasmíðaður (150W) og viðtækið er National NC-100A (líklega smíðað í kringum 1940). Ofan á sendinum má sjá Heathkit HD-11 Q-multiplier og Heathkit sveiflusjá. Ljósmynd: TF3OM.
Fjarskiptaaðstaða TF3OM/SM7 í Lundi í Svíþjóð 1969-1971. Meðal búnaðar er Heathkit HW-32A stöð, heimasmíðaður RF magnari og sveiflusjá. Loftnetið var dípóll á 14 MHz. Ljósmynd: TF3OM.
Fjarskiptaaðstaðan í sumarhúsinu. Ágúst notar yfirleitt Kenwood TS-480SAT stöðina og tekur þá með sér (frátengjanlega) stjórn-borðið úr bænum. Kenwood TS-130S stöð er einnig til taks. Loftnet er EFHW-80/10 sem er endafædd hálfbylgja frá MyAntennasCom. Heimasmíðaður Iambic morslykill (með Curtis IC-rásinni) er notaður í bústaðnum ásamt Kent handmorslykli. Ljósmynd: TF3OM.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × three =