QST desemberhefti er komið út
Tom Gallagher NY2RF tók við formennsku í ARRL fyrr á þessu ári. Tom skrifar áhugaverða forystugrein í nýjasta hefti QST um amatörradíó í amerískum framhaldsskólum. Á kynningu sem ARRL hélt nýlega í einum framhaldskóla kom í ljós mikill og útbreiddur áhugi á amatörradíó þrátt fyrir dvínandi þáttöku. Í ljós kom við skoðun að þáttakan og virkni amatörklúbba í framhaldskólunum virðist fara eftir einhverskonar sínuskúrfu. Á einhverju árabili er virknin mikil en svo virðist sem stjórnendur klúbbanna hugi ekki nægilega vel að samfellu í starfi þeirra innan skólans þannig að þegar virkur forystumaður útskrifast er enginn tilbúinn til að taka við.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!