,

TF3VS: NÁMSKEIÐ UM ARDUINO ÖRTÖLVUR

Grunnnámskeið með Arduino örtölvur verður haldið í Skeljanesi laugardaginn 6. apríl. Um er að ræða sýnikennslu og verkefni fyrir byrjendur. Leiðbeinandi er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Námskeiðið hefst kl. 10:00.

Miðað er við að þátttakendur komi með eigin Arduino örtölvur (er ekki skilyrði) og vinni hagnýt verkefni sem nýtast í amatör radíói. Menn þurfa helst að hafa eigin fartölvu þótt þeir komi ekki með Arduino.

Félagsmenn eru beðnir að senda póst til félagsins á póstfangið  ira hjá ira.is  þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • Nafn þátttakanda
  • Kemur viðkomandi með sína eigin Arduino örtölvu með sér (ekki skilyrði)
  • Hefur viðkomandi einhverja reynslu af arduino örtölvum
  • Hefur viðkomandi einhverja reynslu af forritun yfirleitt

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn að nýta þetta spennandi tækifæri. Vandaðar kaffiveitingar.

Mynd af Arduino Uno örtölvu.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × five =