,

LAUGARDAGUR 4. MAÍ, OPIÐ Í SKELJANESI

Kaffispjall verður í boði í félagsaðstöðunni laugardaginn 4. maí. Húsið opnar kl. 13:30.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og tekur með sér nýjan kínverskan „generator“ sem nær upp í 60 MHz sem hann segir að sé „ótrúlega góður“ miðað við ótrúlega lágt verð. Sérstakur laugardagsgestur er Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri.

Margt spennandi er að gerast í áhugamálinu um þessar mundir, m.a.:
 – Nýja Es‘hail 2 / Oscar 100 amatörgervitunglið…
 – Nýja FT4 forritið, sem er 2,5 sinnum hraðara en FT8…
 – Nýja Icom IC-9700 stöðin verður á staðnum…
Margt fleira verður til umræðu (enda af nógu að taka…)

Lavazza kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi.

Mynd frá tilraun TF1A og TF3EY/OH2LAK til móttöku á merkjum frá Es‘hail-2 Oscar 100 gervitunglinu í fjarskiptaherbergi TF3IRA 11. apríl s.l. Tilraunin gekk að óskum og komu merkin vel læsileg inn. Ljósmynd: TF3EY/OH2LAK.
Nýja FT4 frá forritið frá K1JT hefur verið í boði í “beta” útgáfu frá 29. apríl s.l. Þetta er spennandi nýung og er FT4 er hugsað til samskipta í keppnum og er t.d. 2,5 sinnum hraðvirkara heldur en FT8 en á móti kemur að það ræður ekki við jafn veik merki og FT8.
Icom IC-9700 VHF/UHF/SHF stöðin kom á markað skömmu fyrir páska. Hún hefur almennt fengið góða umsögn. TF1A hafði eina fyrstu stöðina sem kom til landsins í láni frá TF3ML og ætlar að segja okkur frá reynslu sinni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 5 =