,

VHF/UHF STANGARLOFTNET TF3IRA HÆKKAÐ

Laugardaginn 11. maí voru menn árrisulir og var mætt í Skeljanes í morgunkaffi. Verkefni dagsins var að færa og setja Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA á nýja festingu. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni en nokkuð napurt eða um 6°C.

Loftnetið var fyrst sett upp á bráðabirgðafestingu 29. september (2018) og síðan á nýja öfluga veggfestingu 15. desember (2018). Nýja festingin var hins vegar með stuttu röri þannig að loftnetið lækkaði nokkuð frá því sem áður var. Það hafði m.a. þau áhrif, að ekki náðist ekki að opna endurvarpann Búra á 2 metrum.

Þessu var kippt í liðinn þegar Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Jónas Bjarnason TF3JB, mættu í félagsaðstöðuna til góðra verka. Georg gekk frá loftnetinu á nýja veggfestingu, Ari stjórnaði verkinu og JB lagaði kaffi.

Skemmst er frá því að segja, að verkefnið heppnaðist vel og Búri kemur nú inn í Skeljanesi ca. S5 á mæli enda er loftnetið a.m.k. 1 metra hærra en áður. Þórður Adolfsson, TF3DT og Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS aðstoðuðu við prófanir á 2 metrum og 70 sentímetrum eftir færslu netsins.

Verkinu var lokið laust eftir kl. 12 og náðu menn að komast heim í hádegismat. Stjórn ÍRA þakkar viðeigandi fyrir vel heppnað verk.

Georg TF3GZ gengur frá Diamond loftnetinu á nýrri veggfestingu. Ari TF1A er ábúðarmikill enda stillti hann sér sértaklega upp fyrir myndatökuna.
Georg búinn að ganga frá netinu á leið inn af þakinu til að sjá hvort standbylgjumæling væri í lagi áður en gengið yrði endanlega frá fæðilínunni.
Ari mundar RigExpert AA-1400 loftnetsgreininn til að ganga úr skugga um að standbylgja væri í lagi.
RigExpert AA-1400 loftnetsgreinirinn sýndi að standbylgja gat ekki verið betri.
Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA komið upp á nýja veggfestingu. Ákveðið var að eiga gömlu festinguna (til vinstri) til góða í framtíðinni. Hægra megin má sjá J-pól loftnet sem notast við APRS búnað félagsins (TF3IRA-1Ø) og Vilhjálmur Í. Sigurjóns-son TF3VS smíðaði fyrir félagið. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − three =