,

EsHailSat MERKI Í SKELJANESI Á LAUGARDAG

Laugardagsopnun verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 25. maí. Húsið opnar kl. 14:00.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og sýnir okkur hve auðvelt það er að taka á móti merkjum frá nýja EsHailSat  / OSCAR 100 gervihnettinum sem allir eru að tala um þessa dagana.

Þetta er gert með ódýrum og einföldum búnaði sem hann sýnir okkur.

Kaffi á könnunni og meðlæti.


Fyrsta sambandið gegnum Oscar 100 frá Íslandi. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 9. maí s.l., þegar Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (VHF-stjóri ÍRA) og Erik Finskas TF3EY (OH2LAK) settu upp búnað og gerðu tilraunir í gegnum nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Alls náðust 13 sambönd á SSB frá félagsstöðinni í gegnum tunglið. Fyrsta sambandið var við IT9CJC á Sikiley. Önnur DXCC lönd voru CT1, DL, EA5, F, G, OZ, PA og PY. Til fróðleiks má geta þess, að fjarlægðin frá Íslandi til Brasilíu (PY2RN) er 9.937 km. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + 16 =